Góðir gestir frá Noregi

Í liðinni viku fengum við góða gesti í heimsókn frá Noregi. Þar voru á ferðinni vinir okkar frá Lilleby skole. Allt starfsfólk skólans kom hingað til lands til þess að kynna sér Grunnskólann í Sandgerði. Sérstök áherslu var lögð á að þau fengju að kynnast hugmyndafræði Uppeldis til ábyrgðar - Uppbyggingar sjálfsaga og sjá hvernig við nýtum okkur stefnuna í daglegu skólastarfi. Heimsóknin var afar ánægjuleg og bæði lærdómsrík fyrir gestina sem og okkur gestgjafana. Gestir gefa okkur tækifæri til að safna saman upplýsingum um annars ágætt starf í skólanum og svara spurningum sem við fáum annars ekki tækifæri til að svara og skoða þannig starfshætti okkar.