Gerum skólalóðina flotta

Sandgerðisskóli býður nemendum á miðstigi upp á ýmiskonar verkval. Eitt af þeim er „Gerum skólalóðina flotta” sem er val sem byggir á því að skreyta skólann bæði úti og inni með flottum leikjum og veggjaskrauti. Þetta haust hefur rignt nokkuð oft á fimmtudögum þegar valið er, því höfum við verið innandyra að mestu. Nemendur hafa búið til spilin Twister og spegil og komið þeim fyrir á gólfum skólans ásamt því að vinna við að mála risa stóran riddara fyrir utan Riddaragarð sem er nánast tilbúinn.

Ótrúlega flottir nemendur hér á ferð.