- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Undankeppni fyrir Stóru upplestrarkeppnina fór fram í skólanum í vikunni. Nemendur í 7. bekk hófu æfingar og undirbúning eftir Dag íslenskrar tungu þann 16. nóvember síðast liðinn og var þetta lokapunktur keppninnar innan skólans. Allir keppendur stóðu sig virkilega vel, lögðu mikinn metnað í æfingar og var keppnin því virkilega hörð í ár.
Þrír fulltrúar munu nú hefja þjálfun fyrir lokakeppnina, sem haldin verður 20. mars nk. í Stóru - Vogaskóla.
Það voru þau Ásþór Fannar Hilmarsson, Eva María Helgadóttir og Magnús Smári Andrésson sem valin voru til að vera fulltrúar Sandgerðisskóla í keppninni þetta árið og óskum við þeim innilega til hamingju með árangurinn og góðs gengis í lokakeppninni.
Smellið hér til að sjá myndir frá deginum.
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is