Fullt af snillingum í Gullið góða


Á síðast liðnum vikum hafa margi nemendur okkar verið að gera það gott í íþróttum og tómstundum. Við erum mjög stolt af nemendum okkar og eru þessir þar engin undantekning.


 Karel Begmann var kosinn íþróttamaður ársins 2013. 


Svanfríður Árný var tilnefnd til íþróttamanns Sandgerðisbæjar 2013.


Margrét Guðrún tók þátt í hnefaleikamóti í Danmörku þar sem hún vann gull.


Grímur Siegfried, Óskar Marinó, Karolina, Óðinn Már, Sigríður Ásta og Tanja Ýr tóku þátt í hreystikeppninni fyrir hönd Grunnskólann í Sandgerði og stóðu sig vel.

Óðinn Már var í 1. sæti í dýfum.


Gestur Leó kláraði píptestið, hann hefði alveg getað haldið áfram en spólan var búin.


Sindri Lars var tilnefndur sem Íþróttamaður Sandgerðisbæjar 2013


Okkur finnst alltaf gaman þegar nemendur okkar eru að standa sig vel innan skóla sem utan.  Þessir nemendur hafa fengið sinn sess í Gullinu í skólanum og á heimasíðunni.

 












Gullið er staður þar sem nemendur fá birta mynd af sér vegna afreka sem þeir hafa unnið til jafnt innan skólastarfsins sem utan. Í gullið rata einnig verkefni sem skara fram úr. Gullið er samstarf kennara, foreldra og samfélagsins. Við hvetjum foreldra og aðra til að senda umsjónarkennara barna sinna lýsingu á afreki ásamt mynd. Einnig er hægt að senda á erla@sandgerdisskoli.is














Smellið HÉR til að skoða Gullið.