- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Nemendum úr 2. bekk í Sandgerðisskóla og Gerðaskóla var boðið á kynningu á verkefninu Fróðleiksfúsi sem er spennandi og fróðlegt fræðslu- og barnamenningarverkefni sem nú er til taks í Þekkingarsetrinu.
Fróðleiksfúsi, er gagnvirkur fræðsluleikur fyrir fróðleiksfúsar fjölskyldur sem byggður er á eldri náttúrugripasýningu sem staðið hefur Þekkningarsetrinu allt frá árinu 1995.
Á kynningunni var nemendum gefinn kostur á að prófa leikinn í spjaldtölvum. En þess má geta að Þekkingarsetrið opnar fyrir almenning í byrjun maí og stefnt er að þýðingu leiksins á tvö önnur tungumál fyrir þá opnun. Þá mun verkefnið einnig hlaða utan á sig ýmsum viðbótum á komandi misserum. Eftir að nemendur höfðu fengið að prófa Fróðleiksfúsa var þeim boðið upp á veitingar.
Nemendur voru mjög ánægðir með kynninguna og þakka Þekkingarsetrinu kærlega fyrir boðið. Myndirnar tala sínu máli.
Smellið hér til að sjá fleiri myndir
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is