- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Nemendur í 5. og 8. bekk Sandgerðisskóla tóku á móti hlaupurunum við íþróttamiðstöð Sandgerðis og buðu þau velkomin í skólann okkar. Í íþróttasalnum sögðu hlaupararnir nemendum frá friðarboðskap hlaupsins, fóru í leiki með nemendum og sungu lag hlaupsins. Að því loknu var farið ú á skólalóð þar sem nemendur fengu að hlaupa með kyndilinn og taka þannig þátt í hlaupinu.
Friðarhlaupið (Sri Chinmoy Oneness-Home Peace Run) er alþjóðlegt kyndilboðhlaup. Tilgangur hlaupsins er að efla frið, vináttu og skilning manna og menningarheima á milli. Sem tákn um þessa viðleitni bera hlaupararnir logandi kyndil, sem berst manna á milli í þúsundum byggðarlaga í yfir hundrað löndum.
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is