Framúrskarandi árangur í Lestrarkeppni grunnskólanna

Nemendur, starfsfólk og aðrir lesarar Sandgerðisskóla stóðu sig mjög vel í Samrómi Lestrarkeppni grunnskólanna. Nemendur sýndu dugnað og þrautseigju við verkefnið og mun lesturinn væntanlega skila sér í aukinni færni þeirra í lestri. Eins og fram kemur á Samrómur.is þá las Sandgerðisskóli hlutfallslega flestar setningar í Lestrarkeppni grunnskólanna sem er framúrskarandi árangur. Skólinn lenti í 2. Sæti og hlýtur tvö sett af Raspberry Pi 400 tölvum.

Raspberry tölvusett

Einnig óskum við sveitungum okkar í Gerðaskóla til hamingju með góðan árangur í keppninni. Frábær árangur hjá grunnskólunum í Suðurnesjabæ.

Samrómur í Sandgerðisskóla