- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Í fyrsta sinn verður nú haldin stór framhaldsskólakynning á höfuðborgarsvæðinu þar sem tæplega 30 framhaldsskólar og menntastofnanir kynna námsframboð sitt, bæði verklegt og bóklegt. Starfsfólk skólanna og nemendur veita svör við spurningum um námsframboð og inntökuskilyrði. Grunnskólanemendur, foreldrar, forráðamenn og allir sem eru að velta fyrir sér námi á þessu skólastigi eru hvattir til að nýta sér þetta tækifæri til að kynna sér fjölbreytt námsframboð.
Á sama tíma fer fram Íslandsmót iðn- og verkgreina og er keppnin sú stærsta til þessa. Íslandsmótinu er fyrst og fremst ætlað að kynna iðn- og verkgreinar fyrir ungu fólki og vekja athygli á þeim tækifærum sem felast í námi og störfum í iðngreinum. Keppt verður í 23 greinum og því margt að skoða. Auk keppninnar verða sýningar á margvíslegum iðn- og verkgreinum og einnig atriði á sviði. Grunnskólanemendur verða boðnir sérstaklega velkomnir og þeim og öðrum gestum gefinn kostur á að prófa ýmislegt spennandi undir handleiðslu fagfólks. Ratleikur verður um svæðið og verða verðlaun fyrir rétt svör dregin út í lok hvers dags.
Félag náms- og starfsráðgjafa verður með kynningarbása á svæðinu og munu svara fyrirspurnum um val á námsleiðum, veita upplýsingar um áhugasviðskannanir og fleira.
Opið er fyrir almenning alla daga og er aðgangur ókeypis. Grunnskólanemendur koma í heimsókn með sínum skólum milli kl. 9-14 þann 6. og 7. mars og er upplagt fyrir fjölskyldur og aðra áhugasama að kíkja við eftir kl.14 þá daga eða á laugardeginum.
Sjá dagskrá á menntagatt.is og á Facebooksíðu Verkiðn.
Kær kveðja
Ragnhildur L. Guðmundsdóttir
Námsráðgjafi
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is