Foreldrafræðsla um sjálfsmynd, samfélagsmiðla og samskipti kynjanna

Fræðsla fyrir foreldra/forsjáaðila um sjálfsmynd, samfélagsmiðla og samskipti kynjanna sem ber nafnið FOKK ME – FOKK YOU verður haldin í Samkomuhúsinu í Sandgerði þriðjudagskvöld 8. október kl. 19:30.

Nemendur í 7.-10. bekk fá þessa fræðslu föstudaginn 4. okóber í skólanum.

Foreldrar/forsjáaðilar fá tækifæri á sömu fræðslu og við hvetjum foreldra til að fjölmenna, málefnið er þarft og mikilvægt að foreldrar/forsjáaðilar geti stutt við bakið á börnum sínum þegar kemur að þessum málum. Þótt þarna sé verið að fjalla um sjálfsmynd á unglingsárum teljum við að foreldrar/forsjáaðilar yngri barna hafi einnig gott að þessari fræðslu og eru þeir velkomnir.  

Fræðslan byggir á margra ára reynslu af starfi með ungu fólki, samtölum við unglinga, fyrirspurnum, reynslusögum og skjáskotum frá unglingum. Fjallað er um veruleika unglinga í tengslum við sjálfsmynd, samfélagsmiðla og samskipti. Rætt er um þá þætti sem hafa áhrif á mótun sjálfsmyndar á unglingsárunum og mikilvægi virðingar í samskiptum, hvort sem um er að ræða samskipti á netinu eða í eigin persónu. Einnig er komið inn á samþykki og mörk, farið yfir algengar birtingarmyndir neikvæðra samskipta, kynferðislegrar áreitni og ofbeldis á stafrænu formi og bent á leiðir til bregðast við slíku.