Frábær árangur hjá Júlíusi Viggó - Sandgerðingur í fremstu röð nemenda í stærðfræði

Júlíus Viggó Ólafsson nemandi í 9. BB í Grunnskólanum í Sandgerði komst alla leið í lokakeppni Pangea Stærðfræðikeppninnar sem haldin var í Reykjavík, laugardaginn 30. apríl sl. Júlíus Viggó tók þátt í fyrstu umferð keppninnar ásamt þremur bekkjarfélögum sínum í Sandgerði. Tveir nemendur komust áfram í aðra umferð og eins og áður sagði komst Júlíus Viggó alla leið í þriðju umferð og tók þátt í lokahátíðinni. Kringum 1000 íslenskir nemendur úr 9. og 10. bekk úr 45 skólum vítt og breytt af landið tóku þátt. Árangur hans var glæsilegur, hann hafnaði í 17 sæti en aðeins 35 nemendur komust áfram í lokakeppnina í hvorum aldursflokki. Pangea er þekkt keppni sem fjölmörg ungmenni frá 20 Evrópulöndum taka árlega þátt í og núna, í fyrsta sinn á Íslandi. Yfir 400 þúsund nemendur víðsvegar að úr Evrópu tóku þátt í Pangea stærðfræðikeppninni í fyrra og virðist fjöldi þátttakanda hafa tvöfaldast þetta ár. Pangea Stærðfræðikeppni er skemmtileg og krefjandi keppni fyrir nemendur í áttunda og níunda bekk. Í þessum keppnum koma saman nemendur með svipuð áhugamál og hæfileika, sem gerir þeim kleift að hittast,  upplifa vinskap, auka innblástur og hvatningu í mun meiri mæli en þessir nemendur upplifa að jafnaði í dæmigerðum skólastofum. Auk þess að hvetja til áhuga á stærðfræði aðstoða keppnir sem þessi ungt fólk við undirbúning fyrir stærri keppnir og hjálpa þeim við að þróa getu sína til að hugsa um og leysa flókin stærðfræðidæmi. Með Pangea Stærðfræðikeppninni vilja skipuleggjendur sýna það að stærðfræði er skemmtileg og spennandi. Í þessari keppni segja þeir að „Óttinn við stærðfræði er ástæðulaus og hver sem er getur notið velgengni”. Nánar má fræðast um keppnina á heimasíðu keppninnar pangeakeppni.is