Forvarnarfræðsla

Krissi lögga kom í heimsókn til nemenda í 7. – 10. bekk með forvarnarfræðslu. Hann fór m.a. yfir aldurstakmark á léttum bifhjólum, ofbeldishegðun, fordóma, þjófnað, sakhæfisaldur og afleiðingar vímuefna. Umræða skapaðist meðal nemenda um þessi málefni og voru nemendur til fyrirmyndar.