- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Forvarnardagur er að venju haldinn miðvikudaginn 2. október í öllum 9. bekkjum landsins. Nemendur í 9. bekk Sandgerðisskóla tóku að sjálfsögðu fullan þátt í deginum. Stjórnendur og umsjónarkennarar héldu utan um dagskrá dagsins en að auki komu góðir gestir í skólann í tilefni dagsins. Anna Elísabet Gestsdóttir, Elín Björg Gissurardóttir forstöðumaður Skýjaborgar og Kristján Freyr Geirsson (Krissi lögga) mættu og tóku þátt í umræðum með nemendum um miklvægi samverustunda með fjölskyldu, að stunda íþrótta- og tómstundastarf og um miklivægi þess að halda sig frá áfengi og öðrum vímuefnum. Í meðfylgjandi myndbandi frá 2016 ræða þekktir einstaklingar um mikilvægi þátttöku í æskulýðs- og íþróttastarfi og mikilvægi samverustunda fjölskyldunnar. Smellið hér til að horfa á myndbandið. Með fréttinni fylgja svör nemenda og myndir af deginum.
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is