Forritum og meira um Comenius


Við í grunnskólanum í Sandgerði höfum verið að læra að forrita í nokkrum árgöngum í vetur. Til þess höfum við notað forritið Alice þar sem að sett er upp með „drag and drop“ umhverfi þar sem hægt er að forrita t.d. einfalda tölvuleiki. Krakkarnir í 8. bekk notuðu Alice til að búa til jólakveðjur til samstarfsskóla okkar í Comeniusarverkefninu okkar ,,Lærum af fortíðinni og horfum til framtíðar“. 


Smellið HÉR og þá opnast jólakveðjurnar sem krakkarnir í 8. Bekk gerðu á youtube.