Foreldrafræðsla frá KVAN

Í vikunni komu Ingveldur og Bjarklind leiðbeinendur frá KVAN með fræðslu fyrir foreldra í tengslum við þróunarverkefnið Við erum með- Virkt nemendalýðræði

Á fundinum voru verkefni sem nemendur unnu á vinnustofum KVAN í janúar kynnt fyrir foreldrum. Farið var yfir mikilvægi þess að hafa virkt lýðræði og gagnsemi þess að vera virkur þátttakandi í lífi og starfi í samfélagi. Kosti þess að efla þrautseigju og góð samskipti nemenda og með því styrkja sjálfstraust þeirra.

Foreldrar tóku þátt í umræðuhópum og leituðu svara við spurningunni: Hvað getum við foreldrar/forrsjáaðlilar gert til að gera skólann okkar betri á þessari önn?

Eftirfarandi punktar komu fram í hjá umræðuhópunum:

  • Vera fyrirmynd barnanna, hlusta á börnin 
  • Ef það kemur upp vandi leysa hann strax 
  • Tala jákvætt um skólann og samfélagið 
  • Sýna skólanum áhuga bæði námi og félagslífi 
  • Virkja foreldrasamstarf  
  • Mæta á viðburði í skólanum 
  • Mentor póstar – erfitt að gera reply eða bregðast við póstum 
  • Skýrari hlutverk foreldra? 
  • Vera hvetjandi 
  • Eiga samtalið við börnin, hvað er að gerast? 
  • Virkja fleiri í foreldrafélagið og að foreldrafélagið sé virkari í skólastarfinu,samstarf við nemendafélagið 
  • Halda bekkjarkvöldin sem eiga að vera á hverju skólaári 
  • Samræmi milli bekkja í uppbroti t.d. sparinesti, dótadagar o.þ.h. 

Í lok fundarins fór Bylgja skólastjóri yfir niðurstöður lýðræðisvinnu nemenda í tengslum við nemendaþing í haust, niðurstöðurnar má sjá hér.

Nemendaþing

Þá þakkaði hún foreldrum fyrir virkan þátt og góða mætingu.