Flóð og fjara í sólinni hjá 6. FS

Nemendur í 6. FS nýttu veðurblíðuna í dag til að að gera vettvangskönnun niður á bryggju. Viðfangsefni dagsins í nátturfræði voru hugtökin flóð og fjara. Nemendur kynntu sér samspil jarðarinnar við tunglið og sólina og hvaða áhrif þyngdarafl tungls og sólar hafa á jörðina. Hópurinn fór svo í stutta gönguferð niður á bryggju og tók stöðuna á sjávarföllunum í dag og fengu það verkefni að kíkja svo seinnipart dags eða í kvöld og gera samanburð á niðurstöðum könnunarinnar í dag. Flottur hópur í góðu veðri.