- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Á þriðjudaginn tóku 4. 5. og 6. bekkur þátt í mjög skemmtilegu verkefni sem er samþætt samfélags- náttúrufræðigreinum og íslensku. Verkefnið heitir Float Your Boat og er til vakningar um hlýnun jarðar. Í tengslum við verkefni bárust okkur viðarbátar frá Bandaríkjunum og fengu allir nemendurnir einn viðarbát til að skreyta og merkja. Eftir það voru bátarnir sendir til baka til Bandaríkjanna, þaðan fara þeir á varðskipið Healy alla leið á Norðurskautið þar sem þeir eru settir á ís með staðsetningatæki. Þegar ísinn bráðnar fara þeir af stað og getum við fylgst með næstu árin hvar þeir eru staðsettir og hvort þá hefur rekið á land.
Sjá umfjöllun hjá VF Suðurnesjamagasín um verkefnið.
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is