Evrópski tungumáladagurinn í Sandgerðisskóla

Sandgerðisskóli hélt uppá Evrópska tungumáladaginn sl. mánudag í samstarfi við fjölmenningarteymi skólans. Uppbrot í skólastofum var fjölbreytt, en t.d. var farið í tungumálabingó, farið yfir mismunandi stafróf, kennt nemendum að segja góðan dag og fleiri kveðjur á mismunandi tungumálum. Tvítyngdir nemendur kynntu fyrir öðrum bekkjarfélögum móðurmálin sín og farið var í allskonar leiki.

6. bekkur gerði skemmtilegt myndband, smellið hér til að horfa á myndbandið.

Hér að neðan er smá fróðleikur um tungumál ásamt tengli á tungumálabingó sem fjölskyldur geta nýtt sér heimafyrir.

Vissir þú….

  • Að Í Sandgerðisskóla eru 20 móðurmál?
  • Að mest talaða tungumál í heiminum er enska?
  • Að mandarín(kínverska) er fjölmennasta móðurmálið?
  • Að næst mest þýdda bók allra tíma á eftir Biblíunni er ævintýrið um Gosa?
  • Að læra annað tungumál virkjar fleiri stöðvar í heilanum sem gerir þig klárari og hjálpar þér að vera fljótari að læra aðra hluti?
  • Að þeir sem tala tvö tungumál kunna helmingi fleiri orð en þeir sem tala bara eitt?

Tungumálabingó 

Evrópski tungumáladagurinn Evrópski tungumáladagurinn

Sjá fleiri myndir frá deginum með því að smella hér