Eldvarnavika - 3. bekkurinn heimsóttur

Þriðjudaginn 25. nóvember fengu nemendur í 3. bekk heimsókn frá Brunavörnum Suðurnesja ásamt Lions og fengu fræðslu um eldvarnir. Þar var meðal annars rætt um mikilvægi þess að vera alltaf varkár í umgengni við eld og nauðsyn þess að vera með reykskynjara og slökkvitæki á hverju heimili. Í lok fræðslunnar fengu nemendur kynningu á tækjum slökkviliðsbíla og fengu að sprauta úr slöngu sem þeim þótti einstaklega skemmtilegt. Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna.