Eldvarnarvika og Brunavarnir Suðurnesja í heimsókn.


Síðastliðin þriðjudag fengum við í 3. bekk Brunavarnir Suðurnesja í heimsókn. Heimskóknin er hluti af eldvarnarviku slökkvuliðanna á landinu. Til okkar komu tveir vaskir slökkvuliðsmenn sem fræddu okkur um eldhættur og hvað við getum gert til að varast þær. Við lærðum um mikilvægi reykskynjara og hvernig bregðast á  við ef við verðum þess vör að eldur sé laus. Þeir leystu okkur út með gjöfum sem voru m.a. bók um þau Glóð, Loga og Brennur-Varg. Einnig fengum við getraun til að leysa og eigum möguleika á að vera dregin út sem vinningshafar úr stórum potti allra 3. bekkinga á landinu. Í verðlaun fyrir þátttöku fengum við svo vasaljós að gjöf. 


Kærar þakkir fyrir okkur Brunavarnir Suðunesja.  


Smellið HÉR til að skoða fleiri myndir af okkur.