- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Nemendum í 6. bekk var boðið í vettvangsferð á vegum List fyir alla og Hönnunarsafns Íslands að sjá sýninguna um Eldblómið.
Nemendur fengu leiðsögn í gegnum safnið þar sem margt áhugavert var að sjá og fengu þeir að prófa sig áfram í hönnunarsmiðju safnsins. Sigga Soffía, danshöfundur og starfsmaður Hönnunarsafnsins gaf nemendum frábæran einleik um Eldblómið, en það er verk sem hún hannaði og er um tengingu milli flugelda og blóma. Nemendur lærðu að flugeldar eru í raun og veru eldblóm en fyrsti flugeldurinn sem hannaður var í Japan fyrir hundruðum ára var tilraun til þess að búa til blóm úr eldi.
Nemendur fengu sérstakt hrós frá starfsfólki Hönnunarsafnsins fyrir góða hegðun og erum við kennarar afar ánægð með það.
Við viljum þakka List fyrir alla og Hönnunarsafni Íslands fyrir gott boð.
Smellið hér til að sjá fleiri myndir úr ferðinni.
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is