Draugahús nemendaráðs

Nemendaráð Sandgerðisskóla
Nemendaráð Sandgerðisskóla

Nemendur í nemendaráði stóðu í ströngu á hrekkjavökudaginn þegar þau fengu alla nemendur skólans í draugahúsið sem þau settu upp í tilefni dagsins. Nemendur skólans bíða margir eftir þessum degi og mátti sjá öll spennustig í andlitum barnanna fyrir og eftir ferðina í gegnum húsið. Mikil vinna fór í að útbúa leikmuni og að setja upp húsið. Þema hússins að þessu sinni var göngutúr í kirkjugarðinum þar sem ekki allir voru látnir. Þau bjuggu til legsteina, líkkistu, draugaveggi ásamt öðru hrikalegu. Draugahúsið er búið að vera hefð nemendaráðsins síðustu ár og er þetta hápunktur ársins hjá mörgum í ráðinu.

Nemendaráðið eiga miklar þakkir fyrir virkilega vel gert verk.

Nemendaráð