- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Degi íslenskrar tungu var gert hátt undir höfði á sal skólans í dag. Skólastjóri fór yfir ævi og sögu Jónasar Hallgrímssonar.
Vinningshafar úr Stóru upplestrarkeppninni frá því í vor lásu ljóð fyrir nemendur og starfsmenn skólans. Stóra- og litla upplestrarkeppnin var formlega sett með því að kennarar nemenda í 7. bekk og nemendur úr 4. bekk tóku við púltum sem þeir nota til að æfa sig fyrir keppnina næsta vor. Dagskrá á sal lauk með því að skólakórinn leiddi fjöldasöng í tilefni dagsins við undirspil frá tónlistarskólanum. Eftir dagskrá á sal lásu vinningshafarnir frá því í vor sögu um vináttu fyrir nemendur á leikskólanum Sólborg og ljóð fyrir heldri borgara í Miðhúsum.
Smellið hér til að sjá myndir frá deginum.
Smellið hér til að sjá upptöku af skólakór Sandgerðisskóla syngja, Á íslensku má alltaf finna svar og svo hér til að sjá upptöku þegar allur skólinn tekur undir með kórnum í laginu, Í síðasta skipti.
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is