Dagur íslenskrar tungu

Fimmtudaginn 16. nóvember er dagur íslenskrar tungu. Þá verður sparifatadagur og dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur á sal skólans, dagskráin hefst kl. 08:30 og stendur í rúma klst. Dagskráin er eftirfarandi: Hólmfríður Skólastjóri flytur ávarp í tilefni dagsins og fer yfir samantekt um verkefnið bókafjör. Kara Petra Aradóttir og Sigrún Eva Ægisdóttir, nemendur í 8. bekk munu lesa fyrir hópinn en þær fóru fyrir höld skólans í stóru upplestrarkeppnina sl. vor. 7. bekkur tekur við upplestrarpúlti Stóru upplestrarkeppninnar frá 8. bekk. 4. bekkur tekur við upplestrarpúlti Litlu upplestrarkeppninnar frá 5. bekk. Sigurbjörg Hjálmarsdóttir og Birta Rós Arnórsdóttir munu leiða fjöldasöng. Lögin sem sungin verða að þessu sinni eru: Á íslensku má alltaf finna svar, lag: Atli Heimir Sveinsson texti: Þórarinn Eldjárn. Í síðasta skipti lag og texti: Pálmi Ragnar Ásgeirsson, Ásgeir Orri Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson Ég á líf, lag og texti: Örlygur a og Pétur Örn Guðmundsson Gefðu allt sem þú átt lag: Jón Jónsson Texti: Einar Lövdahl Gunnlaugsson Síðasti dagskrárliður á sal er Disko með Fríðu og Hlyni. Í tilefni dagsins munu Kara Petra Aradóttir, Sigrún Eva Ægisdóttir, Tony Kristinn Van Tonder og Viktoría Íris Kristinsdóttir (aðal- og varamenn úr Stóru upplestrarkeppninni frá því í vor )heimsækja leikskólann Sólborg og lesa barnabók fyrir börnin. Einnig munu þau heimsækja Miðhús (starfsemi eldriborgara) og lesa ljóð á sal Miðhúsa. Kæru foreldrar/forráðamenn þið eruð ávallt velkomnir í heimsókn í skólann þennan dag sem og aðra daga.