Dagur íslenskrar náttúru

Þann 16. september var Dagur íslenskrar náttúru og fengu nemendur á unglingastigi ákveðið verkefni í tilefni dagsins. Nemendur kíktu inn á vef sem kallast plöntuvefurinn og fundu eina eða fleiri plöntur sem vöktu áhuga. Næsta skref var að teikna og segja dálítið frá plöntunni sem nemendur töldu áhugavert. Teikningarnar verða síðan settar upp á vegg hjá hverjum bekk fyrir sig. 

Í dag 17. september fóru nemendur í 10. bekk að gróðursetja plöntur á svæði skólans. Áhugavert að sjá hvað sumir nemendur höfðu mikinn áhuga á þessu verkefni og mikil lukka hvað veðrið lék við okkur á meðan á þessu stóð. Vonum innilega að plönturnar vaxi og verði 10. bekknum til sóma.