- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Grunnskólinn í Sandgerði og Hjallastefnuleikskólinn Sólborg hafa átt í farsælu samstarfi undanfarin ár. Elstu nemendur leikskólans koma í fjölmargar heimsóknir í grunnskólann ár hvert og nemendur úr 1. bekk fara í reglulegar heimsókn á leikskólann. Þessar gagnkvæmu heimsóknir fara alla jafna fram vikulega og er áherslan lögð á málörvun og lestrarundirbúning í grunnskólanum en valformið er nýtt í tímunum á leikskólanum. Auk þess taka nemendur leikskólans m.a. þátt í dagskrá í grunnskólanum á Sandgerðisdögum að hausti, koma á jólaskemmtun, taka þátt í árshátíð, eru með í þemaviku grunnskólans, nýta sér bókasafn skólans og eiga reglulega tíma í íþróttahúsinu auk þess sem boði hefur verið upp á sundnámskeið á vorin. Nemendur koma í heimsókn til skólastjórnenda á vorönn, prófa að vera í frímínútum með nemendum í 1. bekk og borða í matsal þegar því verður við komið. Þessu samstarfi fylgir einnig aukin samvinna kennara og skólastjórnenda, aukið upplýsingaflæði er á milli skólanna og fleira sem auðveldar nemendum skil milli skólastiganna. Samstarfið gerir vinnuna á báðum skólastigum skilvirkari auk þess sem gagnkvæmur skilningur starfsfólks og ánægjulegt samstarf á sér stað.
Þann 6. febrúar sl., á degi leikskólans, komu nemendur í árlega heimsókn til skólastjórnenda með kennurum sínum. Fanney, skólastjóri og Elín, aðstoðarskólastjóri tóku vel á móti hópnum og gengu með þeim um allan skóla. Stjórnendur voru himinlifandi að fá að kynnast nýjum nemendum og krakkarnir stóðu sig frábærlega í heimsókninni.
Myndir frá heimsókninni er að finna í myndasafni HÉR
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is