Bolludagur

Á mánudaginn var bolludagurinn haldinn hátíðlegur í Sandgerðisskóla eins og í flestum skólum og á flestum heimilum landsins. Nemendur og starfsfólk skólans úðaði í sig bollum í nestistímanum þar sem mikið var velt fyrir sér hvernig rjómi ætti að vera á bollunni, hvort að sulta eða súkkulaði ætti að vera á milli og hvernig glassúr ætti að vera ofan á. 

Nemendaráðið okkar hélt svo í hádeginu bollukappát þar sem tveir keppendur úr hverjum árgangi tóku þátt. Mikil stemming var í salnum þegar keppendurnir slöfruðu í sig bollum og samnemendur hvöttu þá áfram.  Smellið hér til að sjá myndir frá kappátinu.

Bolludagur Bolludagur Bolludagur Bolludagur