- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
runnskólinn í Sandgerði fékk á dögunum góða bókagjöf frá Reykjanes jarðvangi eða Reykjanes Geopark. Á ferðinni voru Selma Hrönn Maríudóttir höfundur bókanna um Glingló, Dabba og Rex og Eggert Sólbert Jónsson, verkefnisstjóri hjá Reykjanes Geopark með bekkjarsett af nýju bókinni.
Eitt af verkefnum jarðvangsins er að kynna það sem Reykjanesskaginn hefur uppá að bjóða fyrir yngstu kynslóðinni. Hugmyndin var að yngstu íbúar og ferðamenn á þessu svæði fengju tækifæri til að kynnast jarðfræði, landafræði og staðháttum svæðisins á skemmtilegan hátt í gegnum barnabókmenntir. Reykjanes jarðvangur samdi því við Selmu Hrönn Maríudóttur um útgáfu á bók sem ætluð er fyrir börn á aldrinum 6 - 10 ára og gerist hér á Reykjanesskaganum. En undanfarið ár hefur Selma Hrönn gefið út bækur um grallarana Glingló, Dabba og Rex og ævintýri þeirra á Íslandi. Unnið er að útgáfu vinnubóka með bókaröðinni og og taka tveir kennarar Grunnskólans í Sandgerði taka þátt í þeirri vinnu með höfundi.
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is