Bókafjör

Á mánudag hefst lestrarsprettur í skólanum sem kallast Bókafjör og stendur það til miðvikudagsins 15. nóvember. Þemað er ævintýri og fantasíur eða bækur sem gerast ekki í raunveruleikanum. Allir nemendur eiga að safna mínútum, mismörgum eftir bekkjum og mun hver bekkur keppast um að ná ákveðnum fjölda mínútna í lokin. Einnig munu nemendur fá með sér heim lestrarbingó sem þeir eiga að leysa og getur svoleiðis verkefni gert góðan lestur enn skemmtilegri. Þá hvetjum við foreldra til að taka myndir af börnum sínum við að leysa bingóið og setja myndirnar inn á bekkjarsíður. Frábært væri að þið mynduð merkja myndirnar #bókafjör. Þetta þyrfti að sjálfsögðu ekki að gera á hverjum degi en gaman væri að allir myndu setja inn mynd einu sinni yfir tímabilið. Börnin fá með sér heim skráningarhefti þar sem skrá á allar mínútur, bæði heima og í skóla. Ætlast er til að nemendur lesi samtals eftirfarandi fjölda mínútna: 1.-2.bekkur = 30 mínútur á dag 3.-6.bekkur = 45 mínútur á dag 7.-10.bekkur = 60 mínútur á dag. Ef foreldrar lesa fyrir börnin sín þá eru þær mínútur að sjálfsögðu taldar með og þeir nemendur sem hafa aðgang að hljóðbókum, endilega nýtið þær og skráið mínúturnar.   Bestu kveðjur Læsisteymi GS #bókafjör