- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Í gær fengu nemendur 8. og 9. bekkjar heimsókn frá fulltrúum úr bæjarstjórn Suðurnesjabæjar til að kynna fyrir þeim verkefni sem unnið er í náttúrufræði og kallast Betri bær. Þar segja nemendur frá sínum skoðunum um hvað vantar eða mætti bæta í bæjarfélaginu okkar.
Nemendur stóðu sig mjög vel og var virkilega gaman að sjá þau viðfangsefni sem tekin voru fyrir í verkefnum þeirra. Nokkrir hópar vildu endilega að opnaður yrði pizzu staður en þar sem það er ekki í verkskipulagi bæjarins væri gaman að sjá hvort einhver íbúi taki það ekki að sér.
Við erum virkilega stolt af vinnu nemenda í þessu flotta verkefni og viljum við þakka fulltrúum bæjarstjórn Suðurnesjabæjar kærlega fyrir komuna.
Sjá fleiri myndir hér.
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is