- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Bergvin Oddsson eða Beggi blindi kom í heimsókn til 7. 10. bekkjar í dag, á degi jákvæðra samskipta. Beggi sagði frá því hvernig var að missa sjónina á stuttum tíma í lok 9. bekkjar og viðbrögðum annarra við því. Hann sagði frá því hvernig blindir og sjónskertir stunda íþróttir og þá hvaða íþróttir, hvernig þeir geta séð um sig sjálfir með aðstoð hjálpartækja, stafs og blindrahunda. Hann sagði frá lífi sínu og væntingum á léttu nótunum, uppistand með fræðandi ívafi. Hann bað nemendur um að gera sér grein fyrir innri manni fólks en ekki að einblína á útlit þess, ekki að leggja í einelti og athuga að hugsanlegur þolandi gæti verið sá sem tekur síðar á móti geranda í atvinnuviðtal. Hann vildi einnig að nemendur gættu sín á því að loka ekki á vin, vinkonu, ættingja eða annan þegar eitthvað gerist heldur reyna að muna að þó hræðilegt hendi fólk þá þarf það ekki að þýða að manneskjan hafi eitthvað breyst í sér og hefur svo sannarlega þörf fyrir vinarhönd áfram.
Fleiri myndir í Myndasafni HÉR
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is