Bergrún Íris rithöfundur las fyrir nemendur unglingastigs

Rithöfundurinn Bergrún Íris Sævarsdóttir heimsótti unglingastig Sandgerðisskóla í dag og las upp úr nýrri bók sinni ,,Nammidagur" sem er framhald vinsælu unglingabókarinnar ,,Veikindadagur".  Upplesturinn sló í gegn og fengu nemendur að spyrja Bergrúnu spurningar við lok lesturs. 

Bergrún Íris hef­ur notið vin­sælda á bók­mennta­sviðinu. Bergrún hlaut  Íslensku bók­mennta­verðlaun­in fyr­ir Langelstur að eilífu árið 2019.  Hún hlaut Barna- og ung­menna­bóka­verðlaun Norðurlandaráðs fyrir bókina Vinur minn, vindurinn (2015) og  fyr­ir Lang­elst­ur að ei­lífu (2020). 

Við þökkum Bergrúnu kærlega fyrir komuna. 

Bergrún Íris rithöfundur

 Bergrún Íris rithöfundur