- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Rithöfundurinn Bergrún Íris Sævarsdóttir heimsótti unglingastig Sandgerðisskóla í dag og las upp úr nýrri bók sinni ,,Nammidagur" sem er framhald vinsælu unglingabókarinnar ,,Veikindadagur". Upplesturinn sló í gegn og fengu nemendur að spyrja Bergrúnu spurningar við lok lesturs.
Bergrún Íris hefur notið vinsælda á bókmenntasviðinu. Bergrún hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Langelstur að eilífu árið 2019. Hún hlaut Barna- og ungmennabókaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir bókina Vinur minn, vindurinn (2015) og fyrir Langelstur að eilífu (2020).
Við þökkum Bergrúnu kærlega fyrir komuna.
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is