- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Suðurnesjabær mun í ár ýta af stað barna og menningarhátíðinni Skelin og af því tilefni ætlar bókasafnið að taka á móti ljóðum eða örsögum frá þeim grunn- og leikskólabörnum sem vilja semja ljóð eða örsögu um bæinn sinn, vini sína, fjölskyldu, náttúru eða hvað þeim liggur á hjarta.
Ljóðum eða örsögum má skila inn á Bókasafn Suðurnesjabæjar (skólabókasafn Sandgerðisskóla) Einnig má senda efnið með tölvupósti á bokasafn@sudurnesjabaer.is Síðasti skiladagur er mánudaginn 31. mars.
Valin verða nokkur ljóð og örsögur til að hafa til lestrar í heitu pottunum Suðurnesjabæjar frá 1. - 6. apríl, á meðan á hátíðinni stendur. Þessi viðburður er kallaður ,,Ljóð í lauginni". Þau ljóð og örsögur sem ekki komast í ,,Ljóð í lauginni" verða til sýnis á bókasafninu á hátíðinni og jafnvel vikuna eftir.
Nafn höfundar og aldur þarf að koma fram undir ljóðinu eða örsögunni.
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is