Árshátíðir yngri nemenda í Sandgerðisskóla

Rokkskólinn
Rokkskólinn

Í vikunni voru árshátíðir yngri bekkja skólans haldnar hátíðlegar á sal. Á árshátíð nemenda í 1. og 2. bekk tóku nemendur þátt í söng, leik og dansi en með þeim á árshátíðinni voru nemendur úr útskriftarhópi Leikskólans Sólborgar.  Á árshátíð nemenda í 3. – 6. bekk sýndu nemendur leikritið Rokkskólinn.

Leiksýningin var samstarfsverkefni Sandgerðisskóla og Tónlistarskólans í Sandgerði. Leikritið er byggt á bíómyndinni „School of Rock“, handritishöfundur leikritsins er Íris Valsdóttir en hún var einnig leikstjóri sýningarinnar ásamt Hlyni Þór Valssyni. Hlynur Þór hafði einnig umsjón með hljóðvinnslu, sviðsvinnslu og upptökum ásamt Kára Sæbirni Kárasyni og Smára Guðmundssyni hjá Smástirni.

Nemendur hafa verið á reglulegum æfingum frá áramótum og má með sanni segja að allir hafi staðið sig mjög vel og margir átt algjöran leiksigur.

Mikið var um tónlist og söng í sýningunni, en nemendur og starfsfólk tónlistarskólans komu því í verk að útfæra öll lögin ásamt því að sinna öllu undirspili.  Sérstakar þakkir fá Halldór Lárusson skólastjóri Tónlistarskóla Sandgerðis, Sigurbjörg Hjálmarsdóttir og Sigurgeir Sigmundsson kennarar tónlistarskólans. Sigurgeir útfærði öll lögin í sýningunni og aðstoðaði nemendur við undirspil. Sigurbjörg sá um að æfa kórinn og stýra söngnum. 

Víkurfréttir heimsóttu skólann og tóku upp hluta af leiksýningunni ásamt því að taka viðtal við nemendur og starfsfólk. 

Smellið hér til að sjá myndir frá sýningum nemenda

Smellið hér til að horfa á upptöku af árshátíð 1. og 2. bekkjar ásamt útskriftarhópi Leikskólans Sólborgar

Smellið á mynd til að skoða leikskrá og hér til að horfa á upptöku af sýningunni

Leikskrá Skólarokk