- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Árshátíð yngri bekkja í Sandgerðisskóla verður í tvískipt í ár.
1. og 2. bekkur sýnir á sal skólans kl. 10:00 og eru allir aðstandendur velkomnir á sýninguna. Skóladagur nemenda er hefðbundinn og hefst kl.8:15 og lýkur kl.13:15.
Árshátíð 3. - 6. bekkjar hefst kl.12:00 og ber heitið ,,Rokkskólinn".
Áætlað er að sýningin sé um ein og hálf klukkustund með hléi, en sjoppa verður á staðnum. Allir aðstandendur og íbúar eru velkomnir á sýninguna.
Skóladagur nemenda er hefðbundinn og hefst kl.8:15 og lýkur eftir sýningu.
Íþrótta- og sundtímar falla niður þennan dag. Skólasel opnar að loknum skóladegi fyrir þá nemendur sem eru skráðir þar.
Hlökkum til að sjá ykkur !
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is