- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Á föstudaginn hélt Sandgerðisskóli árshátíð með glæsibrag þar sem þemað var áratugir í takt við þemadaga vikunnar. Hver bekkur fékk úthlutað ákveðnum áratug og flutti lag eða dans sem einkenndi tímabilið.
Nemendur úr 1.–6. bekk, ásamt elsta stigi leikskólans, tóku þátt af mikilli innlifun og gleði og sýndu fjölbreytt atriði sem endurspegluðu tíðaranda og tónlist hverrar aldar.
Árshátíðin var gríðarlega vel heppnuð. Smellið hér til að sjá upptöku af atriðum bekkjanna og hér til að sjá myndir frá deginum.
Við þökkum öllum sem komu að þessari skemmtilegu árshátíð, nemendum, kennurum, starfsfólki og leikskólastarfsfólki fyrir frábæran dag. Einnig viljum við þakka foreldrum/forráðamönnum og öðrum gestum fyrir komuna.
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is