Árshátíð 1. - 6. bekkjar

Árshátíð 1. - 6. bekkjar verður haldin föstudaginn 4. apríl. Nemendur mæta í skólann kl.08:15.
Skemmtun á sal hefst kl.10:15 og munu nemendur skólans sýna árshátíðaratriði einnig munu nemendur í skólahópi á Leikskólanum Grænuborg taka þátt.

Við hvetjum alla foreldra og skyldmenni að koma í skólann og eiga ánægjulega stund með börnunum.

Íþrótta- og sundtímar falla niður.

Þetta er hefðbundinn skóladagur hjá nemendum í 1. - 10. bekk.

Bestu kveðjur,
Starfsfólk Sandgerðisskóla.