- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Árlegt Sundmót Lions fór fram fimmtudaginn 30. maí. Fjölmargir nemendur tóku þátt og stóðu sig með prýði. Að vanda voru það yngri nemendur sem fjölmenntu en nemendur í 6. FS tóku kennara sinn, Fríðu Stefánsdóttur á orðinu, stóðu við metþátttöku bekkjar og fengu þess í stað að henda henni í laugina, við mikinn fögnuð viðstaddra. Verðlaun voru veitt fyrir þrjú efstu sætin í hverjum árgangi fyrir bringusund auk þess sem keppt var í skriðsundi og bolaboð sundi í eldri bekkjum. Þá var farandbikar veittur þeim nemanda sem synt næst íslandsmeti, í sínum aldursflokki í 50 metra bringusundi. Sunddrottningin, Kolbrún Eva Pálmadóttir, 7. VG hlaut bikarinn að þessu sinni.
Keppendur biðu spenntir eftir að röðin kæmi að þeim.
Sundkappar stóðu sig frábærlega og voru hvattir dyggilega af samnemendum og kennurum.
Stemningin var góð.
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is