- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Skapast hefur sú skemmtilega hefð hjá 7. bekknum að fara í jólagöngu í desembermánuði. Að þessu sinni kíktu nemendur í heimsókn til eins bekkjarfélaga en þar hefur fjölskyldan sett upp eitt flottasta jólaþorp landsins. Því næst gekk hópurinn yfir á tjaldsvæðið þar sem farið var í leiki. Jólagangan endaði heima hjá Ásdísi Birnu kennara þar sem nemendum var boðið upp á heitt súkkulaði og bakkelsi. Sannur jólaandi sveif yfir vötnum og áttu nemendur og kennarar yndislega samverustund.
Við þökkum kærlega fyrir hlýjar móttökur.
Smellið hér til að sjá fleiri myndir
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is