Árleg jólaganga 7. bekkjar

Jólaþorpið
Jólaþorpið

Skapast hefur sú skemmtilega hefð hjá 7. bekknum að fara í jólagöngu í desembermánuði. Að þessu sinni kíktu nemendur í heimsókn til eins bekkjarfélaga en þar hefur fjölskyldan sett upp eitt flottasta jólaþorp landsins. Því næst gekk hópurinn yfir á tjaldsvæðið þar sem farið var í leiki. Jólagangan endaði heima hjá Ásdísi Birnu kennara þar sem nemendum var boðið upp á heitt súkkulaði og bakkelsi. Sannur jólaandi sveif yfir vötnum og áttu nemendur og kennarar yndislega samverustund.

Við þökkum kærlega fyrir hlýjar móttökur. 

Árleg jólaganga 7. bekkjar Árleg jólaganga 7. bekkjar

Árleg jólaganga 7. bekkjar Árleg jólaganga 7. bekkjar 

Smellið hér til að sjá fleiri myndir