Árhátíð grunnskólans og skólahóps leikskólans Sólborgar í Sandgerði

Árshátíð Grunnskólans í Sandgerði verður haldin hátíðleg fimmtudaginn 10. apríl n.k. Þema árshátíðarinnar að þessu sinni er Gamalt-Nýtt sem tengist Comeniusarverkefni sem skólinn er þátttakandi í.
Nemendur í 1. - 6. bekk ásamt elstu deild leikskólans hafa verið dugleg að æfa atriði undanfarna daga sem þau ætla að sýna á árshátíðinni. Dagskráin hefst kl. 12:15.
Nemendur mæta í skólann kl. 8:15 þennan dag.
Að sjálfsögðu eru foreldrar og forráðamenn velkomnir, hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Árshátíð Grunnskólans í Sandgerði, 7. - 10. bekk verður haldin hátíðleg fimmtudaginn 10. apríl n.k. Þema árshátíðarinnar að þessu sinni er Gamalt-Nýtt sem tengist Comeniusarverkefni sem skólinn er þátttakandi í.
Húsið opnar kl. 19:15 en skemmtunin hefst stundvíslega kl. 19:30. Foreldrar/forráðamenn eru hvattir til að koma og horfa á skemmtiatriðin. Börn yngri en 12 ára (6. bekk) verða að vera í fylgd með fullorðnum á meðan atriðin eru og fara heim með þeim að atriðum loknum.
Eftir skemmtidagskrá frá nemendum verður dansleikur. Aðgangseyrir á ballið er 1000 krónur. Plötusnúður á ballinu er Heiðar Austmann. Dansleiknum lýkur kl. rúmlega 23:00
Hefðbundið skólahald fellur niður þennan dag.
Föstudaginn 11. apríl mæta nemendur í skólann kl. 9:55 (frí í fyrstu tveimur tímunum).