Allir lesa - landsleikur í lestri - lestrarátak

Lestrarátak Grunnskólans í Sandgerði er í fullum gangi og er samtengt landsátakinu Allir lesa.  Nemendur og starfsfólk lesa eða hlusta á sögu og skrá hjá sér mínínútur.  Þegar búið er að klára bók er bókakjölurinn settur upp í hillu sem hver og einn bekkur er með fyrir utan stofuna hjá sér.   Sem stendur er Sandgerði í 32. sæti á allirlesa.is þar sem hver og einn keppandi hefur að meðaltali lesið um 3,3 klst (7. febrúar).  Við getum betur og því hvetjum við alla til að vera duglegir að lesa eða hlusta á sögu og skrá hjá sér mínúturnar.  Lestrarátakið endar 19. febrúar svo það er nógur tími eftir.