Áhugasamir nemendur í 8. GIG

Í september voru nemendur í 8. GIG að læra um sveppi og fléttur. Nemendur fóru út og tíndu sveppi í nágrenni skólans og skoðuðu þá í smásjá náttúrufræðistofunni. Einnig framkvæmdu nemendur tilraun með tilgátu þar sem nemendur þurftu að taka afstöðu um hvort brauð myndi mygla meira í birtu eða myrkri. Að lokum þurftu nemendur að skrifa skýrslu um tilraunina og taka fram hvort tilgáta þeirra stóðst.

Smellið hér fyrir fleiri myndir.