Ævar Þór rithöfundur í heimsókn

Í dag kom Ævar Þór Benediktsson rithöfundur í heimsókn í Sandgerðisskóla. Hann var að kynna verkefnið Skólaslit 3 en í ár mun bókin heita Öskurdagur. Nemendur á miðstigi mættu á sal og hlustuðu á hann lesa fyrsta kaflann úr bókinni. Verkefnið er líkt og sl. tvö ár þannig að Ævar gefur út einn kafla á dag í október mánuði. 

Í dag gafst nemendum færi á að spyrja Ævar ýmissa spurninga auk þess sem hann bauð þeim að senda á sig hugmyndir sem myndu þá mögulega koma fram í bókinni í ár. Gaman er að segja frá því að í fyrra sendi nemandi frá okkar skóla inn hugmynd sem kom svo í sögunni.