Æfingin skapar meistarann - Endurvinnsla og súpugerð

Krakkarnir í 2. bekk (grænir) hafa verið að kynna sér hvernig má flokka ruslið og ekki þarf  að henda öllu í ruslapokann. Það er margt sem má endurvinna og endurnýta. Þau slógu því tvær flugur í einu höggi og löbbuðu með mjólkurfernurnar sem við höfum verið að safna í gáminn og fengu hreyfingu um leið. Þegar þau komu til baka bjuggu þau til grænmetissúpu sem smakkaðist að sjálfsögðu mjög vel.

Fleiri myndir frá þessum degi og einnig aðrar frá 2. bekk.