- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Suðurnesjabær óskar eftir að ráða aðstoðarskólastjóra Sandgerðisskóla. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum, hefur víðtæka þekkingu á skólastarfi, framsækna skólasýn og er tilbúinn að viðhalda öflugu skólasamfélagi í samvinnu við íbúa og starfsfólk skólans. Suðurnesjabær er næst stærsta sveitarfélagið á Suðurnesjum með um 3.800 íbúa og um 280 starfsmenn. Í Suðurnesjabæ eru tveir grunnskólar, leikskólar og tónlistarskólar.
Sandgerðisskóli er heildstæður, heilsueflandi og fjölmenningarlegur grunnskóli með rúmlega 300 nemendur. Í skólastarfinu er unnið eftir stefnu um „Uppeldi til ábyrgðar“ og lögð áhersla á virðingu gagnvart umhverfinu. Lögð er áhersla á teymiskennslu í lærdómssamfélagi nemenda og starfsmanna þar sem virðing og traust ríkir. Húsnæði skólans er rúmgott og skólalóðin stór og skemmtileg til útivistar. Gott samstarf er við Tónlistarskóla Sandgerðis, Leikskólann Sólborg og félagsmiðstöðina Skýjaborg.
Leiðarljós Sandgerðisskóla eru: vöxtur – virðing – vilji - vinátta
Helstu verkefni og ábyrgð
Menntunar- og hæfniskröfur
Ráðið verður í stöðuna frá 1. ágúst næstkomandi. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Skólastjórafélags Íslands. Umsókn skal fylgja starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Umsóknarfrestur er til og með 7. júní 2022.
Nánari upplýsingar veitir Bylgja Baldursdóttir skólastjóri, sími 425-3100 og umsóknir skulu sendar á netfangið: bylgja@sandgerdisskoli.is
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is