- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Í tilefni alþjóðlega netöryggisdagsins 7. febrúar 2023, gefa Barnaheill út nýtt veggspjald til að vekja athygli á Ábendingalínu Barnaheilla. Veggspjaldinu er dreift í grunn- og framhaldsskóla, félagsmiðstöðvar, sundlaugar, íþróttamiðstöðvar og bókasöfn.
Veggspjaldið er hannað með það í huga að einfalt sé fyrir börn að nýta sér það og komast með einu skanni inn á Ábendingalínuna.
Mörg börn verða fyrir ýmsum óþægindum, svo sem ofbeldi og áreiti á netinu og það er mikilvægt að þau hafi aðgang að einfaldri leið til að tilkynna um það og kalla eftir aðstoð til að fjarlægja eða stöðva ofbeldið.
Á heimasíðu skólans er komin hnappur sem vísar beint á Ábendingalínu Barnaheilla.
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is