- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Við, strákarnir í 9. ÖÆH höfðum tilefni til að fagna í dag þegar stuðningsfulltrúi bekkjarins, hún Hanna Sigga, kom aftur í skólann eftir veikindaleyfi síðasta mánuðinn. Hanna Sigga fór í uppskurð á öxl í byrjun síðasta mánuðar og hefur ekki verið í skólanum síðan þá en mætti svo aftur nú í morgun. Strákarnir vildu sýna henni hve miklu máli hún skiptir þarna inni með því að skreyta stofuna og koma með morgunkaffi í fyrsta tímann. Þetta var allt gert í mikilli leynd og komu þeir henni á óvart með kaffinu þegar hún gekk inn í stofuna í fyrsta tíma. Meðfylgjandi myndir eru af kaffiinu og meðlætinu ásamt skreytingunum.
Thelma Dís hefur verið með bekknum í fjarveru Hönnu Siggu og hefur hún staðið sig frábærlega og þökkum við henni kærlega fyrir aðstoðina
Kveðja,
Strákarnir í 9. ÖÆH
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is