9. ÖÆH fögnuðu endurkomu Hönnu Siggu

Við, strákarnir í 9. ÖÆH höfðum tilefni til að fagna í dag þegar stuðningsfulltrúi bekkjarins, hún Hanna Sigga, kom aftur í skólann eftir veikindaleyfi síðasta mánuðinn. Hanna Sigga fór í uppskurð á öxl í byrjun síðasta mánuðar og hefur ekki verið í skólanum síðan þá en mætti svo aftur nú í morgun. Strákarnir vildu sýna henni hve miklu máli hún skiptir þarna inni með því að skreyta stofuna og koma með morgunkaffi í fyrsta tímann. Þetta var allt gert í mikilli leynd og komu þeir henni á óvart með kaffinu þegar hún gekk inn í stofuna í fyrsta tíma. Meðfylgjandi myndir eru af kaffiinu og meðlætinu ásamt skreytingunum.

Thelma Dís hefur verið með bekknum í fjarveru Hönnu Siggu og hefur hún staðið sig frábærlega og þökkum við henni kærlega fyrir aðstoðina

Kveðja,

Strákarnir í 9. ÖÆH