- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Við höfum nú lokið áhugaverðu, krefjandi og skemmtilegu skólaári. Það sem stendur upp úr eru skertir skóladagar, þjálfun í sjálfstæðum vinnubrögðum og mikil vinna í verkefnum verkfærakistu KVAN.
Við þurftum að skipta okkur upp í stofurnar okkar í haust, aðlaga allt nám og kennslu að þriggja tíma skóladegi sem þurfti samt að innihalda hádegismat og við gættum þess að fara út að ganga flesta daga. Það var alltaf gott að fara út í ferska loftið og það mátti ekki labba fram hjá leikvelli án þess að flestir væru farnir að leika sér í leiktækjunum.
Verkfærakista KVAN var stór hluti af skólaárinu okkar þar sem við lærðum um jákvæða og neikvæða leiðtoga, vináttu og æfðum okkur saman í samvinnuleikjum, unnum verkefni og það sem flestum fannst skemmtilegast að fara í leiki.
Vorferðin okkar var ferð í Reykjanesbæ þar sem við kíktum á Rokksafnið auk þess að fá túr baksviðs um Hljómahöllina, sundferð og ís í lokin.
Eins og alltaf þá sér 8. bekkur um skreytingar fyrir árshátíð unglinga. Við tókum það verkefni að sjálfsögu að okkur og mikill metnaður lagður í hugmyndavinnu og framkvæmd. Aldrei datt okkur það samt í hug í upphafi vinnunnar að við myndum skreyta og undirbúa fyrir árshátíð TVISVAR SINNUM! En eins og við var að búast þá hjálpuðust allir að og þetta gekk eins og í sögu.
Gleðilegt sumar, 8. bekkjarteymið
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is