2. apríl er alþjóðlegur dagur barnabókarinnar en einnig alþjóðlegur dagur einhverfunnar.



2.  apríl er stór dagur í alþjóðadögum en þann dag er bæði alþjóðlegur dagur barnabókarinnar en einnig alþjóðlegur dagur einhverfunnar.


Þann dag ætlum við í Grunnskólanum í Sandgerði að halda upp á hvort tveggja. 


Við hvetjum alla sem að skólanum koma að klæðast bláu til að vekja athygli á einhverfunni. Um heim allan er fólk hvatt til að klæðast bláum fötum þennan ágæta dag til að vekja athygli á málefninu og í ár ætlum við að taka þátt. Áhugasamir eru hvattir til að smella myndum af sér og börnunum og setja á netið með skilaboðunum „Við klæðumst bláu til vitundarvakningar um málefni barna með einhverfu“. Ef myndirnar eru settar inn á Instagram má endilega merkja þær #blar2april og #einhverfa. Þannig má taka þátt í að breiða út boðskapinn og vekja athygli á þessu góða málefni sem snertir svo marga.


2. apríl er einnig alþjóðlegur dagur barnabókarinnar, fæðingardagur H.C. Andersens. Líkt og undanfarin ár færir IBBY á Íslandi íslenskum börnum smásögu að gjöf í tilefni dagsins. Þórarinn Eldjárn hefur að beiðni félagsins skrifað söguna Blöndukút í Sorpu sem hentar lesendum frá 6 ára aldri og mun Grunnskólinn í Sandgerði ásamt flestum skólum á landinu hlýða á söguna miðvikudaginn 2. apríl kl. 9:10.  

Saga færir þann sem á hana hlýðir inn í annan heim. Hugsjón alþjóðlegu IBBY samtakanna er sú að barnabókmenntir geti stuðlað að auknu umburðarlyndi. Með því að leyfa öllum grunnskólanemum landsins að hlusta samtímis á söguna fá fjörutíu þúsund nemendur að stíga inn í sama heim á sama tíma og eiga því sameiginlega reynslu að baki að flutningi loknum.

Í viðhengi er meira um einhverfu og skyldar raskannir. 


 Bréf dagur einhverfunnar