10 ára afmælisár barnakórsins

Kæru foreldrar, kórbörn og aðrir áhugasamir Í næstu viku eða mánudaginn 4.september byrja kóræfingar aftur fyrir 2.-4.bekk kl.13:15 og fyrir 5.bekk og eldri fimmtudaginn 7.sept eða kl.14:05 Barnakórinn verður hvorki meira né minna en 10 ára á þessu starfsári og ætlum við að halda uppá afmælið með flottum tónleikum í vor með hljómsveit og fleiru skemmtilegu. Jóla-aðventutónleikarnir okkar verða á sínum stað ásamt söng þegar kveikt er á jólatrénu okkar hér í Sandgerði. Náttfata og furðufatapartýin verða á sínum stað ásamt Vatnaskógsferðinni í vor. Ég hlakka til að sjá nýja sem gamla kórmeðlimi og vonast ég til að sem flestir verði með okkur í ár svo að við getum haldið uppá afmælisárið með flottum og stórum tónleikum í vor. Við byrjum strax að undirbúa þá á fyrstu æfingunni í haust. Skráningar fara fram hjá Ingu ritara. Einnig er hægt að mæta á fyrstu æfinguna og skrá sig hjá Sigurbjörgu. Með söng og kærleikskveðju, Sigurbjörg Hjálmarsdóttir