- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Skólaþing Sandgerðisskóla var haldið 22. nóvember sl.
Markmið með skólaþinginu var að skapa lýðræðislegan vettvang þar sem þeir sem láta sér skólastarfið varða fái tækifæri til taka þátt í umræðu um skólastarfið með það að markmiði að hafa áhrif og efla um leið skólastarfið.
Á skólaþingi var farið yfir þær umbætur sem hafa átt sér stað frá síðasta skólaþingi, kennarar sögðu frá framkvæmd nemendaþings, fulltrúar nemendaráðs kynntu niðurstöður nemendaþings. Eftir það voru vinnustofur þar sem þátttakendur unnu í hópum og komu hugmyndum sínum á framfæri.
Á vinnustofum var rýnt í eftirfarandi þætti og komið með tillögur til úrbóta. Þættirnir eru: námsumhverfi og aðstæður, kennsluaðferðir, frímínútur, skólalóð og fleira, í lokin var gerð samantekt á niðurstöðum hópa.
Nemendaþingið var unnið eftir áætlun og innleiðingu á virku nemendalýðræði í tengslum við verkefnið Við erum með- virkt nemendalýðræði. í samtarfi við Nemendaráð Sandgerðisskóla með aðstoð frá Sprotasjóð.
Gagnlegt er að halda skólaþing og nemendaþing til að rýna í það sem vel er gert og það sem betur má fara.
Næsta Skólaþing verður í byrjun febrúar 2024.
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is